Birkiland - Frístundabyggğ - sælureitur í sveitinni

Birkiland - Frístundabyggð - sælureitur í sveitinni

Velkomin(n)

Í landi Voga 3 í Mývatnssveit hefur verið skipulögð frístundabyggð, sem hefur fengið nafnið Birkiland.
Þar eru til leigu 30 lóðir. Stærð lóða er frá 3.000 til 7.400 m2.
Heitt og kalt vatn og rafmagn er á lóðarmörkum.

Birkiland er sannkallaður sælureitur í sveitinni.
Svæðið er í grónu hrauni með birkiskógi allt um kring, þar er mikið og gott skjól og fallegt útsýni.
Birkiland er fyrsta frístundabyggðin í Mývatnssveit.
Mývatnssveit hefur löngum verið rómuð fyrir fegurð, þangað leggja þúsundir ferðamanna leið sína sumar sem vetur.
Frístundabyggð er nýr möguleiki fyrir áhugasama um sveitina.

Stutt er í alla þjónustu í sveitarfélaginu, s.s. sundlaug, golf, verslun, jarðböðin, veitingastaði og verkstæði.
Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf